Frumsýning: Love is All You Need

Breski leikarinn Pierce Brosnan og danska leikkonan Trine Dyrholm leika aðalhlutverkið í myndinni Love is All You Need sem Græna ljósið frumsýnir föstudaginn 12. október, en myndin var sýnd á nýafstaðinni RIFF hátíð, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Leikstjóri myndarinnar, Óskarsverðlaunahafinn Susanne Bier fékk jafnframt heiðursverðlaun hátíðarinnar.

Söguþráður myndarinnar er þessi:  Tvær verulega ólíkar fjölskyldur hittast í gamalli villu á Ítalíu. Tilefni er rómantískt brúðkaup ungra ástarfugla og hvert smáatriði er skipulagt í þaula. Að sjálfsögðu fer ekkert eftir áætlun en einhvern veginn endar þetta alltaf …

Í tilkynningu frá Græna ljósinu segir að myndin hafi nú þegar hlotið frábærar viðtökur íslenskra gagnrýnenda og færri hafi komist að en vildu á RIFF sýningunum.

 

Love is All You Need verður sem fyrr segir frumsýnd á föstudaginn í Háskólabíói og Smárabíói.