Frumsýning: Flugvélar

Sambíóin frumsýna teiknimyndina Flugvélar á miðvikudaginn næsta, þann 28. ágúst í Sambíóunum Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíói, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi.

planes

Dusty er lítil áburðarflugvél sem ákveður að taka þátt í æsilegu kappflugi. Það er bara eitt vandamál: Hann er svo ægilega lofthræddur.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

„Flugvélar er nýjasta teiknimyndin frá Disney og ætti að vera óhætt að lofa áhorfendum kvikmyndafjöri og skemmtun sem heillar ekki bara þá sem yngri eru heldur líka þá fullorðnu,“ segir í frétt frá Sambíóunum.

Aðalpersónan er áburðarflugvélin Dusty sem kann vel við tilveruna og starfið svo framarlega sem hann þarf ekki að fljúga of hátt því hann er svo lofthræddur.“

Planes_001A_G_ISL-IS_68En Dusty hefur lengi dreymt um að taka þátt í árlegri flugkeppni þótt hann sé eiginlega ekki heldur smíðaður fyrir mikinn hraða. Aðalvandamálið er samt lofthræðslan og til að vinna bug á henni
ákveður Dusty að leita sér aðstoðar sér fremri flugvéla …

Íslensk talsetning: Valur Freyr Einarsson, Hjálmar Hjálmarsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Vigdís Pálsdóttir, Egill Ólafsson, Arnar Jónsson, Esther Talia Casey og fleiri.

Erlend talsetning:
Dana Cook, Stacy Keach, Brad Garrett, Teri Hatcher, Julia Louis-Dreyfus, John Cleese, Val Kilmer, Sindbad ofl.

Íslensk leikstjórn: Júlíus Agnarsson

Erlend leikstjórn:
Klay Hall

Bíó: Sambíóin Egilshöll, Álfabakkal, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi

Aldurstakmark: Leyfð öllum

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Flugvélar er síðasta myndin sem Júlíus Agnarsson vann að, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 26. apríl síðastliðinn. Júlíus vann að leikstjórn og upptökum á talsetningu fjölda teiknimynda, þar á meðal 79 Walt Disneykvikmynda, 15 mynda fyrir Warner Brothers, 25 mynda fyrir Dreamworks auk fjölmargra annarra verka, m.a. á tónlistarsviðinu.