Fyrsta stiklan fyrir nýja íslenska kvikmynd, Skjálfti, sem gerð er eftir verðlaunabók rithöfundarins Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta, var frumsýnd nú í vikunni. Anita Briem ( Journey to the Center of the Earth, Ráðherrann ofl. ) fer með burðarhlutverkið, en aðrir leikarar eru m.a. Jóhann Sigurðarson, Edda Björgvinsdóttir og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Einnig má sjá leikurunum Tinnu Hrafnsdóttur, Sveini Geirssyni, Sigurði Sigurjónssyni, Bergi Ebba Benediktssyni og fleiri bregða fyrir í stiklunni.
Stóri skjálfti kom út fyrir jólin 2015 og um mitt ár 2016 var tilkynnt að til stæði að kvikmynda söguna.
Saga, sem Aníta leikur, fullyrðir í samtali við sálfræðing í upphafi stiklunnar að ekkert sé að angra hana en fljótlega kemur í ljós að svo er greinilega ekki.
Valkvætt og sprottið úr veikindum
Í lýsingu á skáldsögu Auðar á sínum tíma segir að bókin fjalli um Sögu sem glímir við flogaveiki og minnisleysi, sem er að einhverju leyti valkvætt, en að öðru leyti sprottið af veikindunum.
Leikstjóri kvikmyndarinnar og handritshöfundur er Tinna Hrafnsdóttir, en þetta er hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd.
Skjálfti verður frumsýnd 21. Janúar nk.