Fer inn í minningar fólks – Fyrsta stikla úr Mindscape

Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd spænska leikstjórans Jorge Dorado, Mindscape. Framleiðandi er Orphan og Unknown leikstjórinn Jaume Collet-Serra.

MINDSCAPE

Ekki er búið að ákveða hvenær myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum, né heldur á Íslandi, en hún verður frumsýnd á Spáni nú í október.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Stiklan er með spænsku tali, en enskum texta. Myndin segir frá manni sem Mark Strong leikur, sem hefur þann einstæða hæfileika að geta farið inn í minningar fólks ( minnir smá á Inception eftir Christopher Nolan ).

Strong fær það verkefni að fara inn í minningar persónu Taissa Farmiga ( The Bling Ring ) sem eru hjúpaðar launung og grafnar djúpt í huga hennar.

Stúlkan sem er 16 ára gömul, er eldklár, en verkefni persónu Strong er að finna út úr því hvort hún er geðklofi, eða fórnarlamb áfalls.

Aðrir leikarar eru m.a. Brian Cox.

mindscape_1-620x918 mindscape_2-620x920

Þetta er spennutryllir sem lítur hörkuvel út miðað við stikluna!

Mindscape kemur í bíó á Spáni 31. október nk.