American Gods leikarinn Pablo Schreiber hefur slegist í hóp með Dwayne Johnson í mynd hans Skýjakljúfur, eða Skyscraper, eins og myndin heitir á frummálinu. Aðrir helstu leikarar eru Neve Campbell og Chin Han. Myndin er væntanleg í bíó 13. júlí á næsta ári, hér heima og erlendis.
Skyscraper fjallar um fyrrum aðal samningamann alríkislögreglunnar í gíslatökumálum, sem Johnson leikur, sem nú vinnur við öryggisgæslu í skýjakljúfum. Þegar hann er á ferð í Hong Kong vegna vinnu sinnar þá kviknar eldur í hæsta og öruggasta skýjakljúfi í heimi, og honum er kennt um íkveikjuna. Nú þarf okkar maður að hreinsa nafn sitt, og finna sökudólginn, ásamt því að bjarga fjölskyldu sinni sem er föst inni í byggingunni.
Fjölmörg verkefni Johnson
Schreiber leikur Mad Sweeeney í American Gods sjónvarpsþáttunum, en fyrsta þáttaröð lauk nýverið göngu sinni í sjónvarpi, og búið er að semja um gerð nýrrar þáttaraðar. Schreiber er með ýmis járn önnur í eldinum. Meðal annars kvikmyndina Den of Thieves þar sem hann leikur á móti Gerard Butler, auk hinnar sjálfstæðu gamanmyndar Big Bear.