Felur sig bakvið Firth

Þeir sem sáu hinn bráðskemmtilega og blóðuga grín-leyniþjónustuhasar Kingsman: The Secret Service, hafa líklega ekki átt von á því að sjá persónu Colin Firth, Harry Hart, á ný, en hann virðist risinn upp frá dauðum ef eitthvað er að marka nýja mynd af honum í hlutverkinu, á tökustað Kingsman: The Golden Circle. 

kingsman

Það var leikarinn Pedro Pascal sem deildi myndinni á Instagram reikningi sínum nú nýlega, en þar er það staðfest, sem reyndar flesta grunaði, að Harry hefði í raun ekki dáið í lok síðustu myndar.

Í færslu Pascal stendur hann sjálfur í felum á bakvið Firth og skrifar: „“Hide behind Harry. #SafePlace #Kingsman2 #TheGoldenCircle,“ .

 

Pascal er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Oberyn Martell í Krúnuleikunum, eða Game of Thrones.

Í Kingsman 2 leikur hann nýja persónu; Jack Daniels.

Hide behind Harry. #SafePlace #Kingsman2 #TheGoldenCircle

A photo posted by Pedro Pascal (@pascalispunk) on

Í lok síðustu myndar virtist sem persóna Firth hefði dáið eftir að hafa fengið skot í höfuðið, frá aðal þorpara myndarinnar, Richmond Valentine, sem Samuel L. Jackson lék. 

Gefið hefur verið ítrekað í skyn að hann myndi rísa upp á ný í nýju myndinni, og meðal annars í twitter færslu aðalleikara myndarinnar, Taron Egerton, sem er duglegur að tísta frá tökustað. 

Matthew Vaughn, leikstjóri fyrri myndarinnar, sem sló óvænt í gegn, snýr nú aftur, en nýja myndin er væntanleg í bíó 16. júní, 2017.

Auk Pascal eru nýir leikarar þau Channing Tatum, Julianne Moore, Halle Berry og Elton John.