Það er ekki eftir neinu að bíða. Þó að Fast and Furious 7 sé enn í bíó, þá er nú þegar búið að gefa út frumsýningardag fyrir næstu mynd, þá áttundu í röðinni.
Frumsýna á myndina þann 14. apríl 2017, eða eftir rétt tæp tvö ár.
Þetta var samkvæmt The Hollywood Reporter, tilkynnt formlega á CinemaCon ráðstefnunni sem lauk í gær í Las Vegas, en Vin Diesel, aðalstjarna myndaseríunnar, flutti svo hjartnæma ræðu í kjölfarið, þar sem hann minntist meðal annars samleikara síns Paul Walker sem lést í bílslysi á meðan á tökum Fast 7 stóð.
„Við ætlum að gera bestu kvikmynd sem þið hafið nokkurn tímann séð,“ sagði leikarinn.
Fast and Furious 7 er nú þegar búin að slá aðsóknarmet víða um heim, og búin að þéna meira en 1,1 milljarð Bandaríkjadala samtals um heim allan.