Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Michael Fassbender, Macbeth, er komin út en í henni sjáum við Fassbender í hlutverki þessarar blóðþyrstustu persónu Shakespeare.
Leikstjóri er Justin Kurzel og Marion Cotillard leikur Lady Macbeth.
Í stiklunni sjáum við Fassbender blóði drifinn í atriðum sem gætu rétt eins verið ættuð úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones!
Myndin var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí sl. og framleiðendur eru þeir sömu og gerðu King’s Speech og Shame, en Fassbender fór einmitt með hlutverk kynlífsfíkils í Shame.
Söguþráður er í stuttu máli þessi: Macbeth, hertoginn af Skotlandi, fær spádóm frá þremur nornum um að hann verði einn daginn konungur Skotlands. Fullur af metnaði og hvattur áfram af eiginkonu sinni, þá myrðir Macbeth konunginn og hirðir krúnuna.
Myndin verður frumsýnd í Bretlandi 2. október nk.