Fáránlega skemmtilegt framhald

Gagnrýnandi breska blaðsins The Daily Telegraph segir að Fast X, tíunda myndin í Fast and Furious flokknum sé fáránlega mikil skemmtun og Jason Momoa í hlutverki skúrksins hækki skemmtigildið og spennustigið svo um munar. Myndin fær fjórar stjörnur af fimm hjá gagnrýnandanum.

Fast and Furious serían hóf göngu sína árið 2001 og hefur alla tíð síðan notið mikilla vinsælda. Sælla minninga þá kom tökuliðið til Ísland eitt árið og tók upp atriði í mynd númer átta.

Fast and Furious 8 (2017)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 67%
The Movie db einkunn7/10

Já, reglurnar hafa sannarlega breyst í þessari áttundu mynd Fast and Furious-seríunnar þegar aðalmaður þeirra og höfuð „fjölskyldunnar“, Dominic Toretto, svíkur bæði félaga sína og eiginkonu og gengur í lið með hátæknisérfræðingnum og glæpadrottningunni Cipher. Hvað ...

Í myndunum er til jafns ekið af kappi á hrikalegum sportköggum á götum bæja og borga en einnig hafa leikar borist vítt um heim og valdið miklum hasar og látum þegar bílar hrúgast upp í hrikalegum klessum eða fljúga fram af brúm og húsþökum.

Fast X (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.7
Rotten tomatoes einkunn 57%

Dom Toretto og fjölskylda hans hafa skákað hverjum einasta fjandmanni sem orðið hefur á vegi þeirra og oft hafa leikar staðið tæpt. Nú standa þau andspænis hættulegasta óvininum til þessa: Hræðilegri ógn sem birtist úr skuggalegri fortíðinni og vill hefna sín á grimmilegan ...

Nú í þessari tíundu mynd sverfur all hressilega til stáls. Persónur úr fyrri myndum birtast aftur og skipta jafnvel um lið og þrjótar sem hurfu fyrir tíu árum dúkka upp á ný. Einnig reyna menn að rúlla hnöttóttri risasprengju inn í Vatikanið.

Vill hefna sín

Jason Momoa er sem fyrr sagði óþokki myndarinnar en hann á harma að hefna eftir að hafa verið á staðnum þegar Vin Disel og fólk hans framdi bíræfið rán í Rio De Janeiro í Brasilíu í Fast Five frá 2011.

Fast and Furious 5 (2011)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 78%
The Movie db einkunn7/10

Fyrrum löggan Brian O´Connor fer að vinna með fyrrum tugthúslimnum Dom Toretto, á öfugum enda laganna. Allt síðan Brian og Mia Toretto hjálpuðu Dom að flýja úr fangelsi, þá hafa þau farið yfir mörg landamæri til að sleppa undan réttvísinni. Nú eru þau komin með bakið upp...

Persóna Momoas heitir Dante Reyes. Hann er léttklikkaður afkomandi eitulyfjabaróns og hefur beðið í tíu ár eftir að ná fram hefndnum, eins og Daily Telegraph skrifar.

Í dómi Telegraph segir að Momoa sé það sem hefur vantað í myndirnar: litríkur ofurþrjótur sem elskar óreiðu og læti, vill láta mikið á sér bera og valda sem mestu tjóni.

„Hann er í raun eins og blanda af Dennis Hopper í Speed og [tónlistarmanninum] Liberace.“

Gagnrýnandinn klikkir út með því að segja að leikstjórinn, Leterrier, sé óhræddur við ofhlæði og lætur hvern fræga leikarann af öðrum framkvæmda margvísleg áhættuatriði næstum af handahófi eða taka þátt í hinum ýmsum slagsmálum og bardögum. „Ef það er nokkur leið að ná að mölva þyrlu á sama tíma og átta ára syni Dom Toretto er sveiflað fram og til baka milli bíla í kappakstri, þá nýtir Leterrier sér það. Þetta er að vissu leiti óreiðukennt og ómerkilegt, en þetta er nákvæmlega sá skammtur sem aðdáendur komu til fá,“ segir í Telegraph.

Leikstjóri: Louis Leterrier ( Now You See Me, Transporter)

Handrit: Dan MazeauJustin LinGary Scott Thompson

Helstu leikarar: Vin Diesel, Michelle Rodriguez, Jason Statham, Jordana Brewster, Tyrese Gibson, Ludacris, Charlize Theron, John Cena, Brie Larson, Scott Eastwood og Jason Momoa.