Eva Green of sexý

ABC sjónvarpsstöðin hefur hafnað því að sýna auglýsingu fyrir nýjustu mynd Robert Rodriguez, Sin City: A Dame to Kill For, þar sem að leikkonan Eva Green virðist vera nærri því nakin í tveimur senum  sem birtast í auglýsingunni.

sincity-evagreen-cropped-618x400

Í myndinni, sem byggð er á teiknimyndasögu Frank Miller, þá leikur Green Ava Lord, sem reynir að sleppa frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum, Damien Lord, sem leikinn er af Marton Csokas.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem túlkun Green á Lord hefur valdið vandræðum hjá siðprúðum Bandaríkjamönnum. Til dæmis þurfti að breyta plakati með Green þar sem gegnsæ blússa hennar sýndi of mikið af líkama hennar.

Samkvæmt The New York Post þá gagnrýndi MPAA ( Motion Pictures Association of America ) plakatið fyrir nekt, sérstaklega „bungu undir brjósti og dökka geirvörtu og svæðið í kringum geirvörtuna, sem væri sýnilegt í gegnum blússuna.

Myndin, sem er einnig með leikarana Josh Brolin, Jessica Alba, Powers Boothe, Rosario Dawson og fleiri innanborðs, verður frumsýnd 22. ágúst nk.