Eru Han Solo og Boba Fett að fá sínar eigin myndir?

Heimildir tímaritsins Entertainment Weekly herma að fyrstu tvær persónurnar úr Star Wars seríunni til að fá gerðar um sig sérstakar bíómyndir, eins og við sögðum frá hér fyrr í vikunni, verði Han Solo og Boba Fett.

Tímaritið hefur eftir heimildarmönnum sínum að önnur myndin muni fjalla um ævintýri smyglarans Han Solo sem ungs manns og fjalla um bakgrunn hans.

Hin myndin, segja heimildir tímaritsins, muni verða um ævintýri mannaveiðarans Boba Fett.

Lucasfilm og Disney hafa neitað að tjá sig um málið.

Saga Han Solo myndi gerast á tímabilinu á milli myndanna Revenge of the Sith og fyrstu Star Wars myndarinnar, sem er þekkt undir nafninu A New Hope. Finna þyrfti nýjan leikara til að leika Han Solo, og þá leikara sem er yngri en 35 ára að öllum líkindum, en Harrison Ford var 35 ára þegar hann lék Han Solo í fyrstu Star Wars myndinni árið 1977.

Boba Fett myndin myndi gerast á tímbilinu á milli myndanna A New Hope og The Empire Strikes Back, eða á milli The Empire Strikes Back og Return of the Jedi, þar sem Boba Fett sást síðast þegar hann hrapaði ofan í tennta skrímslaholu.

 

 

Stikk: