Enginn Star Wars texti?

Allir Star Wars unnendur þekkja textann, svipuðum þessum hér að neðan, sem alltaf kemur í upphafi myndanna, þar sem er einskonar kynning á stöðu mála.

crawl

Allar sjö Star Wars myndirnar sem gerðar hafa verið, hafa haft slíka kynningu í byrjun myndar, en um er að ræða þrjár málsgreinar skrifaðar með gulu letri sem liðast upp skjáinn á meðan einkennislag Star Wars eftir John Williams, hljómar í öllum sínum mikilfengleik.

Felicity-Jones-Jyn-Erso-Rogue-One-disguise

Líklega er nú að verða breyting á þessum fasta lið, en næsta mynd, sem kemur í vetur, Rogue One: A Star Wars Story, mun að öllum líkindum ekki byrja með þessum hætti.

Ástæðan er sú að menn eru að skoða hvernig hægt er að skilja með afgerandi hætti á milli Star Wars mynda annarsvegar og svo hliðarmyndanna hinsvegar, en í þeim myndum er sögð saga Skywalker fjölskyldunnar.

Forstjóri Lucasfilm, framleiðanda Star Wars myndanna, hafði þetta að segja um málið um síðustu helgi í samtali við Entertainment Weekly:

„Við erum að ræða þessi mál núna, en ég held að þessar myndir muni ekki hafa þennan kynningartexta.“

Leikstjóri myndarinnar, Gareth Edwards, var ekki eins afgerandi: „Ég held að það sé margt sem ég hreinlega get ekki talað um, og því er vissast að segja sem minnst. Hugmyndin er að þessi mynd verði frábrugðin hinum myndunum … það sem er merkilegt finnst mér er hvað fólk  er upptekið af þessu.“

Rogue One: A Star Wars Story verður frumsýnd 16. desember nk.
Sjáðu alla sjö Star Wars byrjunartextana hér fyrir neðan: