Leikarinn Jonah Hill var gestgjafi í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live á NBC á laugardaginn og lék á als oddi. Hill þykir ansi líklegur til þess að næla sér í Óskarinn fyrir hlutverk sitt í The Wolf of Wall Street.
Hill var því frekar hátt uppi í opnunarræðu sinni og talaði um afrek sín á hvíta tjaldinu.
Hill talaði einnig um samtal sem hann átti við leikstjórann Martin Scorsese. Samtalið var að hans sögn þannig að Leonardo DiCaprio gæti ekki höndlað aðalhlutverkið í myndinni og að myndin þyrfti alvöru leikara. Skyndilega birtist DiCaprio upp úr þurru og truflar Hill í miðri setningu. DiCaprio var alls ekki sáttur með ræðuna í heild sinni og vildi meina að Hill þyrfti að halda sig á jörðinni.
Hill bað hann því um að róa sig niður með því að endurleika atriði úr Titanic og má segja að salurinn hafi tryllst í kjölfarið.