Hryllingsmyndir njóta mikilla vinsælda nú um stundir og Hollywood dælir þeim út, mis góðum, eins og gerir og gengur. Ný stikla er komin út fyrir unglingahrollinn Unfriended en miðað við stikluna þá lofar myndin nokkuð góðu.
Myndin gerist öll fyrir framan tölvuskjá unglingsstúlku en hún og vinir hennar eru ásóttir af veru sem ekki sést í mynd sem leitar hefnda vegna ljóts myndbands, sem nafnlaus aðili setti á netið og varð til þess að Laura Barns framdi sjálfsmorð eftir mikið einelti.
Þegar sex miðskólanemar eru á spjalla saman á Netinu kvöld eitt, þá fá þau Skype skilaboð frá bekkjarsystur sinni sem framdi sjálfsmorð nákvæmlega einu ári fyrr. Í fyrstu halda þau að um hrekk sé að ræða, en þegar stúlkan fer að uppljóstra um leyndarmál vinanna, þá átta þau sig á að þau eiga í höggi við eitthvað sem er ekki af þessum heimi, eitthvað sem vill drepa þau. Myndin er sögð alfarið frá sjónarhóli tölvu stúlkunnar.
Kíktu á sýnishorn af hrollinum hér fyrir neðan:
Helstu hlutverk í myndinni eru í höndum Shelley Hennig, Moses Jacob Storm, Renee Olstead, Will Peltz, Jacob Wysocki, Courtney Halverson og Heather Sossaman.
Levan Gabriadze leikstýrir.
Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 17. apríl nk.
Sjáðu plakatið úr myndinni hér fyrir neðan: