Ein frægasta rödd kvikmyndasögunnar fallin frá

Hal Douglas er kannski ekki frægasta nafn kvikmyndabransans en rödd hans hefur ómað yfir þúsundir myndbrota fyrir væntanlegar kvikmyndir úr Hollywood.  Douglas lést nýverið, 89 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein í brisi.

Douglas er hvað frægastur fyrir að hefja stiklurnar með orðunum: „Í heimi þar sem …“ . Setninguna skýrði hann út þannig að nauðsynlegt væri að gefa áhorfendum strax til kynna hvað væri á seyði og búa þannig til ákveðna veröld sem þeir skynja.

haldouglas

Hal Douglas var mikils metinn í kvikmyndaheiminum og hafa fjölmargir uppistandarar hermt eftir honum, auk þess sem vísað hefur verið til hans í fjölda þátta og kvikmynda.

Hér að neðan má heyra gott dæmi af rödd hans fyrir stiklu úr Leathal Weapon. Fyrir neðan stikluna má svo sjá Douglas gera grín að sjálfum sér í myndbandi fyrir heimildarmynd um Jerry Seinfeld.