Fyrsta stiklan úr sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars: The Force Awakens, var sett á Youtube á föstudaginn og vakti þ.a.l. mikla lukku.
Í stiklunni fengum við að sjá ýmsa kunnuglega hluti, þar á meðal stormsveitarmenn, vélmenni, x-vængjur, geislasverð, og svo það sem allir þekkja, Star Wars-lagið eftir John Williams, og geimskipið Millenium Falcon.
En hvað ef myndinni hefði verið leikstýrt af George Lucas, en ekki J.J. Abrams? Þessari spurningu hefur einn maður sem kallar sig timtimfed á Youtube velt fyrir sér og setti hann í kjölfarið bráðskemmtilega stiklu á netið sem sýnir okkur hvernig Lucas hefði mögulega gert hlutina öðruvísi.