Drykkjufélagar daðra

Hvað gerist þegar góðir vinir verða eitthvað meira en bara góðir vinir? Og hvað þá þegar þessi góðu vinir eru nú þegar í samböndum við aðra? Um þetta fjallar myndin Drinking Buddies, eða Drykkjufélagar, eftir Joe Swanberg, en ný stikla er komin fyrir myndina sem má sjá hér fyrir neðan:

Myndin fjallar um Kate, sem leikin er af Olivia Wilde, og Luke, sem leikinn er af Jake Johnson, sem vinna saman í brugghúsi. Á milli þeirra er sú tegund vináttu sem gæti þróast í eitthvað meira. En Kate er með Chris, sem leikinn er af Ron Livingstone, og Luke er með Jill, sem er leikin af Anna Kendrick. Jill vill vita hvort Luke er tilbúinn í hjónaband. Svarið við þeirri spurningu verður augljóst þegar Luke og Kate verða óvænt ein saman um helgi.

drinking-buddies-trailer

 

Miðað við titil myndarinnar og það sem sjá má í stiklunni þá kemur áfengi þónokkuð við sögu í myndinni, og allir fara í að endurskoða sín sambandsmál.

Myndin verður frumsýnd á VOD þann 25. júlí í Bandaríkjunum en fer svo í kvikmyndahús þann 23. ágúst.