Djöfladúkkan Annabelle er mætt aftur

Fyrsta stiklan úr hryllingsmyndinni Annabelle var opinberuð í dag. Myndin á að gerast á undan atburðarrásinni í The Conjuring sem hlaut bæði lof gagnrýnenda og gríðarmikla aðsókn.

Conjuring-Inline

Myndin er byggð á dúkkunni drungalegu Annabelle, sem kemur lítillega við sögu í The Conjuring og er sagan um uppruna djöfladúkkunnar. Myndin er framleidd af James Wan, en kvikmyndatökumaður The Conjuring, John Leonetti, leikstýrir í þetta sinn.

Í stiklunni er sýnt frá því þegar eiginmaður nokkur gefur ófrískri konu sinni dúkku sem reynist vera Annabelle. Þegar dimma tekur og hjónin eru farin að sofa þá byrjar fjörið fyrir alvöru.

Stiklan er ekki fyrir viðkvæma, en hana má sjá hér fyrir neðan.