Dauðvona trekkari sá Star Trek fyrstur allra

JJ Abrams, leikstjóri nýju Star Trek myndarinnar, Star Trek Into Darkness, ákvað að leyfa dauðvona trekkara ( gallharðir Star Trek aðdáendur ) að sjá nýju myndina fimm mánuðum fyrir frumsýningu.

Dan, 41 árs, hefur verið Star Trek aðdáandi alla sína tíð, og er nú þegar búinn að sjá myndina, á undan öllum öðrum, eftir að vinir hans sendu skilaboð um ástand hans á netinu, yfir jólin.

Samkvæmt skilaboðum á Reddit vefsíðunni þá var Dan greindur með hvítblæði fyrir þremur árum síðan og þjáist einnig af æxli í æðakerfi, sem ræðst á lifrina í honum. Mjög ólíklegt er talið að hann lifi fram í maí þegar bíómyndin verður frumsýnd.

Smellið hér til að lesa alla Reddit beiðnina.

Hér er frétt Independent af málinu.

Söguþráður Star Trek Into Darkness er eitthvað á þessa leið: Þegar áhöfn Enterprise geimskipsins er kölluð heim, þá uppgötvar hún hryðjuverkaógn innan eigin raða sem búin er að sprengja upp geimskiptaflotann og allt sem hann stendur fyrir, og heimurinn á í miklum og aðsteðjandi vanda. Kirk skipstjóri, sem á persónulega harma að hefna, leiðir eltingarleik til heims þar sem stríð ríkir, til að ná manni sem er eins manns gjöreyðingarvopn. Eftir því sem hetjurnar okkar á Enterprise sogast dýpra og dýpra inn í átök upp á líf og dauða, þá þurfa menn að skoða líf sitt inn á við, ástarsambönd og vinskapur er í hættu. Færa þarf fórnir fyrir þá einu fjölskyldu sem Kirk skipstjóri á eftir; sem er áhöfnin hans.