Cruise kærir ekki

Kvikmyndaleikarinn Tom Cruise ætlar ekki að kæra 41 árs gamlan nágranna sinn, Jason Sullivan, fyrir að brjótast inn á lóðina sína, sem við sögðum frá í gær. Maðurinn var sauðdrukkinn og klifraði yfir öryggisgirðingu við heimili Cruise í Beverly Hills í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Öryggisverðir yfirbuguðu manninn með rafbyssu.

„Tom er ekki hefnigjarn maður,“ sagði lögfræðingur Cruise, Bert Fields, í samtali við TMZ fréttaveituna. „Maðurinn var ölvaður. Hann hafði ekkert illt í hyggju.“

Þrátt fyrir þetta er enn möguleiki á að málið farið alla leið til saksóknara í Los Angeles, samkvæmt frétt TMZ, þó líklegast sé að Sullivan sleppi með skrekkinn.

Lögreglan segir að maðurinn hafi verið svo drukkinn, að líklega hafi hann haldið að hann væri að fara heim til sín.

Cruise var að heiman, og misssti af öllu fjörinu.

 

Stikk: