Tom Cruise framkvæmdi sjálfur stærsta áhættuatriði kvikmyndasögunnar í Noregi á dögunum. Og ekki nóg með það heldur endurtók hann það sex sinnum sama daginn!
Áhættuatriðið er í myndinni Mission Impossible: Dead Reckoning sem kemur í bíó í júlí á næsta ári.
Atriðið er birt í meðfylgjandi myndbandi sem Tom Cruise deildi sjálfur á twitter en það er óhætt að segja að venjulegu fólki renni kalt vatn milli skinns og hörunds við að horfa á stórleikarann, sem sjálfur virðist gera þetta eins og að drekka vatn.
Mikill undirbúningur
Það er gaman að horfa á myndbandið í heild sinni til að sjá hversu mikinn undirbúning Tom Cruise lagði á sig til að geta framkvæmt þetta áfallalaust.
Áhættuatriðið er þannig framkvæmt að kappinn brunar á mótorhjóli fram af risavöxnum stökkpalli sem staðsettur er á bjargsbrún. Hann hangir í lausu lofti drykklanga stund og hrapar síðan á miklum hraða í átt að jörðu áður en hann opnar fallhlífina.