Coldplay frumsýnir Atlas úr The Hunger Games: Catching Fire

Nýtt tónlistarmyndband frá bresku hljómsveitinni Coldplay var frumsýnt í gær, en lagið mun hljóma í bíómyndinni The Hunger Games: Catching Fire, sem er önnur myndin í The Hunger Games seríunni. Myndin verður frumsýnd 22. nóvember hér á landi.

the hunger games

Lagið ber heitið Atlas og er samið sérstaklega fyrir myndina, en eins og sést í myndbandinu þar er lagið ferðalag um himinhvolfið, með allskonar olýmpísku myndefni, sem ætti að auka eftirvæntinguna, sem væntanlega er mikil fyrir hjá mörgum, yrir myndinni og aðalhetjunum Katniss Everdeen, sem Jennifer Lawrence leikur, og Peeta Mellark, sem leikinn er af Josh Hutcherson.

Myndin hefst eftir að Katniss Everdeen kemur heim til sín eftir að hafa unnið 74. árlegu Hungurleikana ( Hunger Games ), ásamt félaga sínum Peeta Mellark. Sigur þýðir að þau verða núna að fara í sigurferð um landsvæðin ( districts ) og skilja vini sína og fjölskyldur eftir heima. Í ferðinni skynjar Katniss að uppreisn er í aðsigi, en The Capitol stendur samt traustum fótum og Snow forseti er að undirbúa 75. árlegu Hungurleikana ( The Quarter Quell ) – sem er keppni sem getur breytt landinu Panem til framtíðar.