Ný stikla er dottin á netið fyrir næstu mynd George Clooney, The Descendants. Myndin er eftir Alexander Payne, leikstjóra óvænta smellsins Sideways frá 2004. Clooney leikur fjölskyldufaðir á Hawaii, sem þarf að kljást við erfiðar fjölskylduaðstæður er konan hans liggur í dái eftir slys. Hann reynir að tengjast betur dóttur sínum tveimur (Shailene Woodley og Amara Miller), og stærri fjölskyldu sinni til að takast á við harmleikinn. Til að bæta gráu ofan á svart uppgötvar hann að konan hans hélt framhjá honum fyrir slysið, og fjölskylda hans var í verra standi en hann hefði talið.
Myndin, se var öll tekin á Hawaii, hefur verið að fá virkilega góða dóma, og er væntanleg til okkar á klakannn í febrúar. Fyrir þá sem þurfa sinn skammt af Clooney þangað til er hægt að mæla með hinni stórgóðu The Ides of March, sem hann leikstýrði einmitt sjálfur, og er í bíó núna. Það ætti að verða nóg að gera hjá kappanum er verðlaunahátíðirnar fara að berja að dyrum með þessar tvær í frateskinu. En hér er stiklan: