Fyrsta stiklan er komin fyrir nýjustu mynd gamanleikarans Chris Rock, Top Five. Myndin sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Toronto nú í haust og kvikmyndafyrirtækið Paramount keypti hana í kjölfarið.
Myndin fjallar um vinsælan uppistandara að nafni Andre Allen sem vonast til að öðlast virðingu frá áhorfendum með því að snúa sér að dramatískari hlutverkum, eftir að hafa leikið í hinum gríðarvinsæla „Hammy the Bear“ þríleik.
„Mig langar ekki að gera grínmyndir lengur. Mér líður ekki eins og ég sé fyndinn,“ segir Rock í hlutverki Allen í stiklunni.
Kaldhæðnin í þessu öllu saman er samt sögð sú að í raun sé myndin sprenghlægileg, en Rock bæði skrifaði handrit og leikstýrði myndinni.
Aðrir leikarar eru Rosario Dawson, Kevin Hart, Gabrielle Union, J.B. Smoove, Whoopi Goldberg, Adam Sandler, Jerry Seinfeld, Cedric the Entertainer, Leslie Jones og Tracy Morgan
Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 5. desember nk.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: