Catching Fire – Nýjar myndir

Með hverjum deginum núna styttist í frumsýningu á framhaldi Hungurleikanna, The Hunger Games Catching Fire, þó enn séu reyndar nokkrir mánuðir í það.

Tímaritið Entertainment Weekly hefur birt nýjar ljósmyndir úr myndinni, sem eru fyrstu tilbúnu ljósmyndirnar úr myndinni, eins og það er skilgreint á vef Empire kvikmyndaritsins.

Skoðaðu myndirnar hér að neðan.

 

Á myndunum sér maður í fyrsta skipti Philip Seymour Hoffman í hlutverki sínu sem leikjameistarinn Plutarch Heavensbee, en hann er ný persóna í myndunum.

Söguþráður myndarinnar er þessi: Myndin hefst eftir að Katniss Everdeen kemur heim til sín eftir að hafa unnið 74. árlegu Hungurleikana ( Hunger Games ), ásamt félaga sínum Peeta Mellar. Sigur þýðir að þau verða núna að fara í sigurferð um landsvæðin ( districts ) og skilja vini sína og fjölskyldur eftir heima. Á ferðinni skynjar Katniss að uppreisn er í aðsigi, en The Capitol stendur samt traustum fótum og Snow forseti er að undirbúa 75. árlegu Hungurleikana ( The Quarter Quell ) – sem er keppni sem getur breytt landinu Panem til framtíðar.

The Hunger Games: Catching Fire verður frumsýnd 22. nóvember nk.