Það styttist óðum í nýja Nicolas Cage mynd, en myndin með trúarlega undirtóninum, Left Behind, verður frumsýnd 3. október nk. í Bandaríkjunum. Þó að aðdáendur Cage hafi ekki alltaf verið á eitt sáttir við hlutverkaval hans, þá finnst mörgum sú ákvörðun hans að leika í þessari mynd, ein sú skrýtnasta á ferlinum.
Myndin, sem leikstýrt er af Vic Armstrong, er endurgerð á samnefndri mynd, og ásamt Cage leika aðalhlutverk þau Ashley Tisdale og Chad Michael Murray. Þau þrjú leika lítinn hóp manna sem lifir af The Rapture, eða Algleymið, þegar efsti dagur hefur orðið, en einhverjir menn lifa áfram á Jörðinni.
Myndin er kvikmyndagerð á metsölubókum eftir Tim LaHaye og Jerry Jenkins.
Söguþráðurinn er eftirfarandi: Án nokkurs fyrirvara hverfa milljónir manna um alla Jörðina. Allt sem verður eftir eru fötin þeirra og munir … og ótrúleg skelfing. Hvörfin valda því að ómönnuð farartæki lenda í árekstrum og brenna, um alla Jörðina. Neyðarlið um alla plánetuna eru í rúst. Út um allt eru umferðarhnútar, uppþot og gripdeildir í borgum. Enginn getur hjálpað og enginn er með svör við því sem gerðist. Á augabragði hefur Jörðin sogast inn í svartnætti. Mitt í öllu þessu reynir Ray Steel, flugmaður, að róa farþega sína sem sáu ástvini sína hverfa fyrir framan augun á sér. Hann þarf einnig að reyna ða lenda skemmdri vél sinni, en allir flugvellir eru í tómri óreiðu og fullir af brennandi flugvélaflökum, og á sama tíma hefur hann áhyggjur af fjölskyldu sinni og vonar að hann fái að sjá hana aftur. Buck Willims, er heimsfrægur blaðamaður er fastur í flugvélinni, og vill reyna að skilja hvað gerðist, hvaða atburður þetta er sem er sá mannskæðasti í sögu heimsins. Chloe Steele, dóttir Ray, er á Jörðu niðri, að leita að móður sinni og bróður. Heimurinn er í einni ringulreið og nú þarf hún að fara heim í heimi þar sem örvænting og ofsi ráða ríkjum. Þetta er saga Fögnuðarins, saga þeirra sem voru skildir eftir …
Kíktu á nýju stikluna og plakatið hér fyrir neðan: