Cage skilinn eftir

Nýtt plakat og ljósmyndir hafa verið birtar úr Left Behind, eða Skilinn eftir, í lauslegri íslenskri þýðingu, nýjustu mynd stórleikarans Nicolas Cage, í leikstjórn Vic Armstrong. Handrit skrifa Paul LaLonde og John Patus, en myndin er í raun byggð á samnefndri skáldsagnaseríu eftir Tim LaHaye og Jerry B. Jenkins.

armstrong

Um er að ræða heimsendatrylli af bestu gerð þar sem óútskýrð hvörf á fólki, ringulreið og gríðarleg eyðilegging, kemur allt við sögu.

Myndin er endurræsing á kvikmyndaseríu þar sem Kirk Cameron, sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Growing Pains sem sýndir voru hér á landi, fór með aðalhlutverkið.

Í myndinni er fylgst með hópi eftirlifenda fyrstu klukkutímana eftir að milljónir manna um allan heim hverfa skyndilega af yfirborði jarðar, á nokkurs fyrirvara, í atburði sem kallast The Rapture, eða Fögnuðurinn, í íslenskri snörun.

LEFT-BEHIND-Image-02-535x354

Nicolas Cage leikur flugmanninn Rayford Steele, en Chad Michael Murray leikur blaðamanninn Buck Williams, en þeir Buck og Rayford verða forystusauðir meðal hóps eftirlifenda.

LEFT-BEHIND-Image-03-535x356

Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: Án nokkurs fyrirvara hverfa milljónir manna um alla Jörðina. Allt sem verður eftir eru föt þessa fólks og persónulegir munir … og ótrúleg skelfing. Hvörfin valda því að ómönnuð farartæki lenda í árekstrum og brenna, um alla Jörðina. Neyðarlið um alla plánetuna eru í rúst. Út um allt eru umferðarhnútar, uppþot og gripdeildir í borgum. Enginn getur hjálpað og enginn er með svör við því sem gerðist.

Á augabragði hefur Jörðin sogast inn í svartnætti. Mitt í öllu þessu reynir Ray Steel, flugmaður, að róa farþega sína sem sáu ástvini sína hverfa fyrir framan augun á sér. Hann þarf einnig að reyna að lenda skemmdri vél sinni, en allir flugvellir eru í tómri óreiðu og fullir af brennandi flugvélaflökum, og á sama tíma hefur hann áhyggjur af fjölskyldu sinni og vonar að hann fái að sjá hana aftur. Buck Williams, er heimsfrægur blaðamaður, fastur í flugvélinni, og vill reyna að skilja hvað gerðist, hvaða atburður þetta er sem er sá mannskæðasti í sögu heimsins. Chloe Steele, dóttir Ray, er á Jörðu niðri, að leita að móður sinni og bróður.

Heimurinn er í einni ringulreið og nú þarf hún að fara heim í veröld þar sem örvænting og ofsi ráða ríkjum. Þetta er saga Fögnuðarins, saga þeirra sem voru skildir eftir …

Sjáðu stikluna úr upprunalegu myndinni hér fyrir neðan:

Auk Cage og Murray leika í myndinni Cassi Thomson, Nicky Whelan, Jordin Sparks, Quinton Aaron og Martin Klebba.

Myndin er væntanleg í bíó á næsta ári.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

LEFT-BEHIND-Poster-535x792