Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, er komin út. Myndin minnir á stemmninguna í kvikmyndum Woody Allen, en ásamt C.K. sjálfum fer Chloë Grace Moretz með annað aðalhlutverkanna.
Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, fyrr í haust.
Kvikmyndin er sætbeisk gamanmynd um farsælan höfund og framleiðanda sjónvarpsþátta, Glen Toher, sem C.K. leikur, sem fer á límingunum þegar 17 ára gömul dóttir hans, sem Grace Moretz leikur, byrjar með hinum 68 ára gamla Leslie Goodwin, sem John Malkovich leikur, en hann er goðsagnakenndur kvikmyndaleikstjóri, sem er þekktur fyrir sambönd sín við stúlkur undir lögaldri.
Myndin er gerð í stíl við kvikmyndir fimmta áratugs síðasta aldar í Hollywood, tekin í svart hvítu, á 35 mm filmu.
Frumsýning myndarinnar í almennumsýningum verður 22. Nóvember nk. í Bandaríkjunum, en ekki er vitað um sýningar utan Bandaríkjanna enn sem komið er.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: