Bandaríski kvikmyndaleikarinn Tim Burton var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hann slasaðist við tökur á nýjustu mynd sinni, Miss Peregrine´s Home For Peculiars, í Blackpool á Englandi.
Burton sem er 56 ára virðist hafa slasað sig þegar hann var í pásu, en var svo fluttur á Victoria spítalann. Eftir skoðun var honum leyft að snúa aftur og halda áfram störfum við myndina.
“Tim kom á spítalann með smávægileg meiðsl, og var ekki brotinn,” sagði talsmaður leikstjórans.
Miss Peregrine´s Home for Peculiars er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Ransom Riggs. Aðalleikari er Samuel L. Jackson. Myndin verður frumsýnd árið 2016.