Brim lokar RIFF

RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem staðið hefur síðan 23. september, lýkur nk. sunnudag, 3. október. Lokamynd hátíðarinnar verður íslenska kvikmyndin Brim: „Brim, fyrsta kvikmyndin um íslenska áhöfn í heljargreipum hafsins, verður frumsýnd laugardaginn 2. október í Háskólabíói. Kvikmyndin verður lokamyndin á RIFF í ár. Leikstjóri myndarinnar er Árni Ólafur Ásgeirsson. Brim er byggð á samefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar en Vesturport og Zik Zak framleiða myndina,“ segir í fréttatilkynningu frá RIFF.

Kvikmyndin Brim segir frá því þegar ung kona ræður sig sem háseta á fiskveiðibát þar sem fyrir er harðger og samheldinn hópur karla. Smám saman kemur í ljós að plássið sem hún fékk losnaði vegna hörmulegra atburða og vera hennar um borð fer illa í áhöfnina. Í innbyrgðis átökum og baráttu við náttúröflin þarf þessi sundurleiti hópur að standa saman og mæta örlögum sínum í sjóferð sem tekur óvænta stefnu.

Brim er önnur kvikmynd leikstjórans Árna Ólafs Ásgeirssonar en hann hefur áður gert myndina Blóðbönd.

Með helstu hlutverk í myndinni fara:
Ólafur Egill Egilsson, Nína Dögg Filipusdóttir, Ingvar E. Sigurðusson, Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson, Víkingur Kristjánsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir.

Myndin byggir á leikritinu Brim eftir Jón Atla Jónasson en kvikmyndahandritið var unnið af Ottó Geir Borg, Árna Ólafi Ásgeirssyni og leikhópnum.
Slowblow sér um tónlistina í myndinni en dúettinn skipa þeir Dagur Kári Pétursson og Orri Jónsson.

Eins og fyrr segir þá er myndin frumsýnd á morgun 2. október á Riff en fer í almennar sýningar 4. október í Háskólabíói og Smárabíói.

Stikk: