Bridget Jones persóna deyr

Óvæntir atburðir eru í vændum fyrir aðdáendur rithöfundarinns Helen Fielding og bóka hennar um Bridget Jones, sem gerðar hafa verið kvikmyndir eftir, með Renee Zellweger í hlutverki Bridget.

Bridget-Joness-Diary-DVD-Movie-Review

Mark Darcy er látinn og ein frægasta einhleypa kona kvikmyndasögunnar, Bridget, er orðin ekkja.

Allt þetta kemur fram í fyrstu Bridget Jones bókinni í 14 ár, sem heitir Mad About The Boy.

Í bókinni er haldið áfram að segja sögu hinnar dagbókarskrifandi Bridget og sagt frá ævintýrum í einkalífi og vinnu.

Bridget er núna 51 árs gömul ekkja, og heltekin af áhyggjum af hrukkum, að því er fram kemur í kafla úr bókinni sem birtur er í Sunday Times Magazine dagblaðinu breska.

Lesendur fá að lesa um það þegar hin óheppna Bridget giftist Darcy og eignast með honum tvö börn, en síðan er lögfræðingurinn góði látinn deyja.

En Bridget leggur ekki árar í bát, hún hittir hinn 30 ára gamla kærasta Roxter á Twitter, fimm árum eftir að Darcy deyr.

bridget jones

Ekki er þó gefið upp í kaflanum hvernig dauða Darcy ber að höndum.

Bókin kemur út þann 10. október nk.

Auk dauða Darcy þá er einnig uppljóstrað að í bókinni ástundi Bridget að senda SMS skilaboð drukkin, reyna að troða sér í of litlar gallabuxur og að hún hefur enga fylgjendur á Twitter.

Fyrri bækurnar tvær Bridget Jones’s Diary og The Edge Of Reason voru báðar metsölubækur og hafa selst í meira en 15 milljónum eintaka um allan heim.

Sem fyrr sagði var gerð bíómynd eftir báðum bókunum þar sem Zellweger lék Bridget en Colin Firth lék Darcy.

Helen Fielding hefur ávallt þrætt fyrir það að bækurnar séu sjálfsævisögulegar, en hún sjálf er í dag 55 ára gömul einstæð móðir tveggja barna, sem skildi við eiginmanninn, sjónvarpsmanninn Kevin Curran árið 2009.

Ekki er ólíklegt að mynd verði gerð eftir nýju bókinni.