Bridget fór alla leið á toppinn

Bridget Jones í kvikmyndinni Bridget Jones Mad About the Boy gerði sér lítið fyrir og tók toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi, eftir að hafa lent í öðru sæti vikuna á undan.

Myndin var sýnd í ellefu kvikmyndasölum um síðustu helgi.

Í öðru sæti er Dog Man, eða Hundmann, og í því þriðja bandaríski kafteinninn í Captain America: A Brave New World.

Óskarstilnefnda myndin Conclave fór á ný á lista beint í sjötta sætið.

Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: