Leikarinn góðlegi Brendan Fraser, sem hefur meðal annars leikið í myndum eins og Leyndardómar Snæfellsjökuls og George of the Jungle er væntanlegur á hvíta tjaldið í gervi sjálfs bogmannsinsWilliams Tell, og að sjálfsögðu í þrívídd.
Tell er uppreisnargjarn bogmaður, sem neitar að hneigja sig fyrir styttu af konungi. Hann er þá neyddur af konunginum, í refsingarskyni, að skjóta í epli sem stillt er upp á höfði sonar hans. Tell var með tvær örvar til taks, en hann ætlaði að skjóta kónginn sjálfan ef að honum brygðist bogalistin og myndi ekki hitta í eplið. Hlutirnir tóku síðan óvænta stefnu sem endurðu með uppreisn, sem leiddi til þess að landið Sviss varð til.
Verið er að ráða í hlutverk í myndinni ennþá, og meðal annars er verið að ræða við Anna Paquin, um að leika eiginkonu Tells. Hugsanlega geta tökur hafist síðar á þessu ári í Rúmeníu og Sviss.