Eftir að Sam Mendes neitaði að taka að sér leikstjórn næstu myndar um njósnara hennar hátignar hafa framleiðendur verið í óðaönn að leita að nýjum leikstjóra. Mendes leikstýrði Skyfall og fékk hún einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda.
Slumdog Millioinare leikstjórinn Danny Boyle er sagður vera í viðræðum við framleiðslufyrirtæki James Bond myndanna og sást hann nýverið funda með framleiðandanum Barbara Broccoli. Aðrir aðstandendur Bond myndanna hafa einnig staðfest áhuga sinn á leikstjóranum.
Næstu tvær Bond myndir verða ein heild og er því líklegt að sá sem taki við leikstjórn muni leikstýra þeim báðum og er sú skuldbinding einmitt það sem fældi Mendes frá.
Boyle frumsýndi nýverið kvikmyndina Trance og hefur hún fengið góðar viðtökur.