Bob Hoskins látinn

Breski leikarinn Bob Hoskins lést í gær, 71 árs að aldri. Umboðsmaður Hoskins sendi út fréttatilkynningu frá fjölskyldu hans sem staðfesti að hann hafi látist af afleiðingum lungnabólgu.

Leikarinn á farsælan feril að baki, allt frá dramatísku hlutverki í Mona Lisa yfir í gamansamt hlutverk í teiknimynda fantasíunni Who Framed Roger Rabbit. Auk þess að eiga farsælan feril í breskum glæpamyndum.

bobhoskins

Hoskins var fær um að leika mörg hlutverk en var þó þekktastur fyrir að leika harðmenni með stórt hjarta. Bretinn öðlaðist þó fyrst heimsfrægð fyrir hlutverk sitt í Who Framed Roger Rabbit, og eftir það fylgdu hlutverk í myndum á borð við Hook, í leikstjórn Steven Spielberg og Enemy at the Gates.

Hoskins var greindur árið 2012 með Parkinsons-sjúkdóminn og hætti umsvisafalaust að leika eftir það. Síðasta hlutverk hans var einn af dvergunum sjö í Snow White & The Huntsman með Kristen Stewart í aðalhlutverki.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband hvernig teiknimynda fantasían Who Framed Roger Rabbit var gerð, fyrir og eftir.