Fyrsta stiklan í fullri lengd er komin út fyrir teiknimyndina Rio 2 en hún er framhald teiknimyndarinnar Rio sem frumsýnd var fyrir tveimur árum síðan.
Í þessari nýju mynd taka þau Blu (Jesse Eisenberg) og Jewel (Anne Hathaway) sig upp með krakkana og flytja til Amazon svæðisins. „Við erum ekki fólk, við erum fuglar. Við verðum að komast út í náttúruna og vera fuglar, Blu!,“ segir Jewel.
Þar sameinast stórfjölskyldan ásamt föður Jewel ( Andy Garcia ) og fuglarnir kynnast öðrum fuglategundum eins og hinum illa Skúfpáfa ( Jermaine Clement ) og rappandi Kardinála ( will.i.am.), eitruðum trjáfroski ( Kristin Shenoweth) og slefandi bolabít ( Tracy Morgan ).
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
Miðað við það sem sjá má í stiklunni verður Rio 2 mjög fjölskylduvæn teiknimynd, sæt og litrík. „Meet the Parents“ þema í gangi, og margt skemmtilegt fleira.
Rio 2 verður frumsýnd í Bandaríkjunum 11. apríl 2014.