Fyrsta stiklan úr norsk-íslensku uppvakningamyndinni Dead Snow: Red vs. Dead er komin út, en kvikmyndin var tekin upp hér á landi síðastliðið sumar og er meðframleiðsluverkefni Sagafilm og Tappeluft Pictures í Noregi.
Myndin er framhald myndarinnar Dead Snow sem kom út árið 2009.
Kvikmyndin verður frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Utah í Bandaríkjunum þann 19. janúar nk. Leikstjóri er Norðmaðurinn Tommy Wirkola.
Líkt og fyrri myndin, þá fjallar þessi um útivistarmenn sem komast í kynni við uppvakninga og blóðið gusast í stríðum straumum. Viðkvæmir eru því varaðir við að horfa á stikluna.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: