Marvel-myndin Black Widow, með Scarlett Johansson í aðalhlutverki, átti að vera fyrsta stórmynd bíósumarsins 2020. Þetta hefur verið föst venja Marvel-mynda síðustu árin en Disney-samsteypan hefur nú tilkynnt enn eina frestunina. Áður stóð til að gefa hana út 24. apríl í Evrópu og viku seinna í Bandaríkjunum. Þá var hún færð til októbermánaðar næstkomandi, en nú hefur ný dagsetning fengist staðfest: 7. maí 2021.
Upphaflega stóð til að frumsýna sjálfstæðu kvikmyndina um Black Widow í lok apríl. Eins og lengi hefur blasið við hefur kórónuveiran og samkomubönn sett margt á hvolf víða um heim og ríkir gífurleg óvissa fyrir komandi misserum kvikmyndahúsa.
Black Widow er sögð kosta í kringum 200 milljónir Bandaríkjadala og getur Disney þar af leiðandi búist við talsverðu tapi. Þó er mjög líklegt að myndin muni njóti gífurlegra vinsælda þegar áhorfendur fá að loksins tækifæri til að sjá hana.
Þetta er 24. myndin frá Marvel stúdíóinu og er sögð gerast stuttu eftir atburði Captain America: Civil War. Auk Johansson fara þau Florence Pugh, David Harbour, William Hurt, Ray Winstone og Rachel Weisz með stór hlutverk í myndinni.