Annað Bíótalseintakið á nýja árinu skýtur upp kollinum á þessum flotta föstudegi og að þessu sinni varð klassísk Michael Bay(hem) flugeldasýning fyrir valinu, nánar tiltekið stórmyndin Armageddon frá 1998. Seinast var tekin fyrir epíska kellingadramað Titanic, sem þið getið séð með því að smella hér. Einnig á þeirri síðu er listi yfir eldri vídeó-umfjöllunum.
Viðtökur hafa hingað til verið hlýjar og ef áhorf heldur góða rólinu áfram verður 2012 vonandi viðburðarríkt ár fyrir þessar pervertísku slettuútrásir sem þessir þættir eru.
ATH. samt að Armageddon-umfjöllunin er mjög þung á spoilerum. Smellið hér á eigin ábyrgð ef þið hafið ekki séð myndina. En það er nú ekki eins og sér sé um einhverja ófyrirsjáanlega karakterstúdíu að ræða, eða ferska, lagskipta sögu sem krefst mikillar athygli.
Þátturinn er rúmlega 13 mínútur að þessu sinni.
Góða helgi!
PS. Er einhver spes mynd sem ykkur dettur í hug sem ætti að fá Bíótalskrufningu næst.