Eftir að kvikmyndin The Bad Batch var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada síðasta haust, þá varð uppi fótur og fit, og mikil samkeppni varð um dreifingarréttinn að myndinni.
Fyrsta stiklan er nú komin út, en myndin er væntanleg í bíó í Bandaríkjunum 23. júní nk.
Myndin gerist í heimi eftir alheimseyðileggingu, í eyðilegu Texasfylki sem nú hefur aðskilist frá umheiminum.
Meðal helstu leikenda eru nýstirnið Suki Waterhouse og Justice League leikarinn Jason Momoa.
Myndin er næsta mynd leikstjórans Ana Lily Amirpour eftir myndina A Girl Walks Home Alone At Night, sem fékk frábæra dóma gagnrýnenda á sínum tíma.
Í myndinni fylgjumst við með Arlen (Suki Waterhouse) þar sem henni er hent inn í óvinveittar aðstæður í eyðimörk í Texas. Henni er haldið þar fanginni af mannætum sem saga af henni hendina, og hún áttar sig á því að hún mun þurfa að berjast fyrir lífi sínu.
Aðrir helstu leikarar eru Keanu Reeves, Giovanni Ribisi, Diego Luna, Jim Carrey og Yolanda Ross.
Myndin var heimsfrumsýnd í september sl. á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og vann þar sérstök dómnefndarverðlaun. Hún var einnig sýnd á Toronto hátíðinni, TIFF, eins og fyrr sagði og á fleiri hátíðum.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: