Eflaust eru einhverjar konur spenntar að sjá þriðja eintak hinnar sívinsælu Bridget Jones-seríu, þar sem Renée Zellweger gerir sig stanslaust að fífli undir skrautlegum kringumstæðum.
Framleiðsla þriðju myndarinnar, sem mun bera heitið Bridget Jones’ Baby, var tímabundið sett á stopp eftir að leikstjórinn Paul Feig (Bridesmaids) ákvað að yfirgefa leikstjórastólinn. Eftir svolitla leit hefur Universal loksins fundið nýjan aðila til að koma í hans stað, en það er nokkur Peter Cattaneo, sem þekktastur er fyrir að hafa gert The Full Monty, sem er án efa ein þekktasta breska gamanmynd síðustu 20 ára.
Söguþráður nýju Bridget Jones-myndarinnar lýsir sér þannig að Bridget ákveður að hlaupa aftur (af óskiljanlegum ástæðum!) til skíthælsins Daniel Cleaver (Hugh Grant). Stuttu síðar verður hún ólétt og svo þegar samband þeirra hrynur í sundur (kemur á óvart!) þá reynir hún að skríða aftur til Marks Darcy (Colin Firth)
Myndin fer í tökur á næsta ári.