Nýtt plakat er komið fyrir ævintýramyndina Jack The Giant Slayer, þar sem miðaldariddarar berjast við her af ófrýnilegum tröllum m.a., eitthvað sem ætti að höfða til Íslendinga …
Sjáið plakatið hér að neðan:
Upprunalega hét ævintýrið Jack the Giant Killer, en nafninu hefur nú verið breytt í Jack The Giant Slayer.
Jack, sá sem um ræðir í titli myndarinnar, er leikinn af Nicholas Hoult, sem hittir hina hugrökku prinsessu Isabelle, leikin af Eleanor Tomlinson, og verður umsvifalaust ástfanginn. Í sameiningu lenda þau í ævintýri sem gæti endað með stríði á milli mannkyns og trölla í ævintýralandi.
Sjáðu stikluna hér að neðan:
Í myndinni leika einnig þau Stanley Tucci, Ewan McGregor, Warwick Davis, Bill Nighy, Ewen Bremner, Eddie Marsan og Ralph Brown.
Leikstjóri er Bryan Singer, sem hefur áður gert X-Men.
Jack The Giant Slayer mun tröllríða bíóhúsum frá og með 1. mars í Bandaríkjunum.