Allir sem fylgjast með Marvel kvikmyndum vita að teiknimyndasöguhöfundurinn Stan Lee kemur fram í gestahlutverki í hverri einustu ofurhetjumynd, en hann byrjaði á þessu árið 1989 í myndinni The Trial of the Incredible Hulk, sem naut reyndar ekki vinsælda í samanburði við ofurhetjumyndir síðustu ára.
Nú síðast mátti sjá hann í Guardians of the Galaxy, sem verið er að sýna í bíó á Íslandi nú um stundir, en honum bregður fyrir í skamman tíma í byrjun myndarinnar.
Hann kom meira að segja einnig fram í sjónvarpsþáttunum Marvel´s Agents of S.H.I.E.L.D. fyrr á árinu, en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC.
Lee var spurður að því nú nýlega á Twitter hvaða gestahlutverk væri í uppáhaldi hjá honum, en svarið kom á óvart því það er hlutverk sem enginn hefur séð hann í ennþá; gestahlutverk í næstu Avengers mynd, Avengers: Age of Ultron, sem væntanleg er í bíó á næsta ári.
.@guy_hulk @More2History It’s in the new @Marvel @Avengers film which you can see next year. It’s very funny— worth waiting for.
— stan lee (@TheRealStanLee) September 18, 2014
Eins og sést í Twitter svarinu frá Lee þá segir hann að atriðið sem hann leiki í sé mjög fyndið, og það sé þess virði að bíða eftir því.
Hér fyrir neðan er samantekt yfir 10 gestahlutverk Lee í Marvel myndum: