Aulinn ég 2 malar gull

Teiknimyndin Aulinn ég 2, eða Despicable Me 2, malar gull fyrir aðstandendur sína. Myndin er nú búin að þéna meira en 800 milljónir Bandaríkjadala í sýningum um allan heim, en miðað við tölur frá því núna á föstudaginn þá er áætlað að eftir þessa helgi verði tekjur innan Bandaríkjanna orðnar 349,9 milljónir dala, en 451,4 milljónir dala utan Bandaríkjanna, sem gerir 801,3 milljónir dala samanlagt ( í íslenskum krónum eru þetta rúmir  96,4 milljarðar! ).

despicable-me

Myndin, sem framleidd er af Universal og Illumination Entertainment, fór beint á toppinn í 45 löndum/svæðum og er önnur tekjuhæsta bíómynd ársins í heiminum á eftir Iron Man 3. Í Bandaríkjunum er myndin önnur tekjuhæst, en þriðja tekjuhæst utan Bandaríkjanna, á eftir Iron Man 3 og Fast & Furious 6.

Í síðasta mánuði lýsti forstjóri NBCUniversal, Steve Burke, því yfir að Despicable Me 2 væri arðbærasta mynd í sögu fyrirtækisins, ásamt því sem myndin væri orðin önnur tekjuhæsta mynd í sögu fyrirtækisins á eftir Jurassic Park.

Aulinn ég 2 verður frumsýnd á Íslandi 13. september nk.