Í kvöld sitja Norðmenn sem límdir yfir sjónvarpsskjám sínum, enda er verið að prjóna í sjónvarpinu….
Þátturinn sem um ræðir er á NRK2 sjónvarpsstöðinni og er hluti af nýju æði þar í landi sem þekkt er sem Hægagangs sjónvarp ( e. Slow TV ) sem hefur öðlast vinsældir með ofurhraða síðustu misserin.
Um er að ræða ofurhægar heimildamyndir þar sem sýnt er klukkustundum saman í beinni útsendingu frá einum viðburði eða einum hlut, með mörgum föstum myndavélum. Hingað til hafa verið sýndir þættir um 7,5 klukkutíma langa lestarferð, 134 klukkustunda langa siglingu, og sýndar beinar útsendingar af stafla af eldiviði og laxi.
Og nú er komið að þætti þar sem prjónuð verður peysa, en klukkan 20 að norskum tíma átti að rýja kind og síðan á að spinna garn úr ullinni. Þessi þáttur hljómar reyndar eins og spennumynd í samanburði við fyrrnefnda þætti, en þarna munu sjö aðilar spinna garn og prjóna stóra peysu, en reyna á við Guinness heimsmetið, en metið í því að rýja kind, spinna garn og prjóna peysu er 4 klst og 51 mínútua.
Nú er spurning hvort að íslenskar sjónvarpsstöðvar taki ekki við sér …
Hér er hægt að lesa meira um málið.