Star Wars aðdáendur bíða nú eflaust spenntir eftir næstu mynd í Star Wars seríunni, þeirri sjöundu í röðinni sem frumsýna á árið 2015. Sumir láta sér þó ekki nægja að bíða, heldur hafa ákveðið að stytta biðina fyrir fólki með því að búa til sínar eigin stiklur, svokallaðar aðdáendastiklur, ( fan made trailers ) og setja á netið.
Hér fyrir neðan má sjá eina slíka, sem svo sannarlega kveikir í manni. Þar fyrir neðan er svo plakat fyrir myndina, sem einnig er svokallað aðdáenda plakat ( Fan made poster )
Eins og sést, og heyrist, þá eru í stiklunni notaðar ýmsar gamlar klippur, og tónlist og rödd Benedict Cumberbatch úr stiklunni fyrir Star Trek Into Darkness, er spiluð yfir.