Íslenska kvikmyndin, Afinn, verður frumsýnd í september og höfum við sýnt tvær kitlur úr myndinni um helgina. Þriðja kitlan var opinberuð í dag og í henni fer afinn, líkt og margir á hans aldri, í bröðruhálskirtilsskoðun.
Kvikmyndin er byggð á leikriti Bjarna Hauks Þórssonar. Eins og í leikritinu leikur Siggi Sigurjóns aðahlutverkið. Þetta er gaman-drama mynd sem tekur á gamla fiðringnum sem margir íslenskir karlmenn upplifa þegar þeir horfa fram á að vera komnir á eftirlaunaaldurinn.
Myndin verður frumsýnd 26. september í Sambíóunum. Leikstjóri er Bjarni Haukur Þórsson og með önnur hlutverk fara Sigrún Edda Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Steinþór H. Steinþórsson og Tinna Sverrisdóttir.
Hér að neðan má sjá þriðju kitluna úr myndinni.