Affleck í ráðgátu Rodriguez – fyrsta stikla

Fyrsta stiklan fyrir nýju Ben Affleck myndina Hypnotic var að detta í hús en í myndinni leikur Affleck lögreglumann sem rannsakar ráðgátu sem snýr að týndri dóttur hans og leynilegu verkefni ríkisstjórnarinnar.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Affleck þessa dagana en hann leikur hlutverk stofnanda og forstjóra sportvörufyrirtækisins Nike í myndinni Air sem er núna í bíó, auk þess að leikstýra kvikmyndinni.

Leikstjóri Hypnotic er á hinn bóginn Robert Rodriguez, leikstjóri Sin City, Machete Kills og fleiri góðra mynda.

Hypnotic (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.5
Rotten tomatoes einkunn 32%

Rannsóknarlögreglumaður rannsakar dularfulla ráðgátu sem snýr að týndri dóttur hans og leynilegu verkefni ríkisstjórnarinnar....