Teiknimyndin Hotel Transylvania er væntanleg eftir ár – á hekkjavökunni 2012 – og ákvað Sony Pictures á feisbúkk síðu sinni í tilefni þess að sýna fyrstu skissurnar úr myndinni, en þær sýna hvernig persóna Adam Sandler, Drakúla greifi, mun líta út í myndinni. Fréttir bárust í sumar að Sandler hefði tekið að sér hlutverkið, og að ásamt honum myndu Kevin James fara með hlutverk skrímsli Frankenstein, og David Spade vera hringjarinn í Notre Dam. Fran Drescher er Brúður Frankensteins, Steve Buscemi og Molly Shannon er varúlfahjón, Cee Lo Green er múmía. Í myndinni rekur Drakúla hótel fyrir fyrrnefndar furðuskepnur sem nefnist Hotel Transylvania ásamt táningsdóttur sinni, Mavis. Allt fer í uppnám þegar hinn ofurvenjulegi Jonathan Van Helsing gistir á hótelinu og þau Mavis falla fyrir hvert öðru.
Þetta hljómar ekki svo spennandi í mínum eyrum, sérstaklega hljómar illa að Adam Sandler eigi að fara að radda Drakúla. En það breyttist þegar ég heyrði að þetta verður fyrsta kvikmynd Genndy Tartakovsky, sem á að baki sér þætti eins og Dexters Laboratory og Star Wars: The Clone Wars (ekki þessa tölvugerðu). Nú er þetta orðið forvitnilegt. Og hér eru umtalaðar skissur sem gefa vísbendingu um stíl myndarinnar: