Stiklan fyrir fyrstu kvikmynd hins frábæra Genndy Tartakovsky, Hotel Transylvania, hefur vaknað til lífs en hann er þekktur fyrir einhverjar eftirminnilegustu teiknimyndir síðasta áratugs á borð við Samurai Jack, handteiknuðu Star Wars: Clone Wars-þættina, og hinna vanmetnu Sym-Bionic Titan. Þetta er þó ekki fyrsta verkefnið hans í kvikmyndaiðnaðinum því síðast vann hann sem söguborðsteiknari fyrir Iron Man 2.
Myndin skartar vægast sagt sérkennilegan leikhóp, en hér leikur Adam Sandler Drakúla Greifa, Kevin James er Frankenstein-skrímslið, David Koechner sem Quasimodo, og Cee-Lo (Green) sem múmía. Einnig eru þau Selena Gomez (já, virkilega), Steve Buscemi, David Spade, Fran Drescher, og jafnvel Andy Samberg (jöss!) meðal leikara myndarinnar. Þrátt fyrir þennan afar sérkennilega (og frekar óhugnalega) lista leikara, þá gefur stiklan og nafn Tartakovskys mér miklar vonir um myndina:
Ég gleymdi í smástund að þetta væri Sandler-inn, er einhver annar að digga þessa stiklu? Og hafa lesendur séð eitthvað eftir Tartakovsky?